Þetta er glórulausir tímar. Í svartsýnisköstunum þykir manni ekki bara sem Ísland sé á heljarþröm, heldur heimurinn allur.
Þegar bráir af manni veit maður ekki sitt rjúkandi ráð.
Ýmist aðhyllist maður friðsamleg mótmæli, sem skila þó trúlega engu, eða allsherjar byltingu.
Persónulega missi ég ítrekað þráðinn í nýjum skandölum sem ríða yfir nánast daglega og finnst að ekkert sé raunverulegt nema sjálfur glundroðinn.
Enn heyrast bjartsýnisraddir gegnum svartnættiskórinn, en ég hef tilhneigingu til að halda að þar fari fólk í afneitun.
Verst er þó tilfinningin um að ekkert muni breytast til hins betra. Gullfiskaminni þjóðarinnar verði þrátt fyrir allt ofaná og eftir nokkur ár verði allt gleymt.
Persónulega þekki ég margt fólk sem er óöruggt og kvíðið. Upplifir sig eitt og ráðalaust. Sjálf reyni ég í örvæntingu að trúa á tvennt í heimi, guð í alheimsgeimi og guð í sjálfri mér. Missi svo trú á hvoru tveggja í næstu andrá.
Segi samt eins og Sting í laginu “O my God”:
“Everyone I know is lonely
and God’s so far away
and my heart belongs to no one
so now sometimes I pray;
please take the space between us
and fill it up some way.”
sunnudagur, 11. janúar 2009
Glundroðinn ytra og innra
Ritaði Edda Jóhannsdóttir kl. 17:33
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Guð hjálpar þeim sem hjálpast að! Höldum áfram og vinnum saman. Í sameiningu getum við ráðið við hvað sem er. Meira að segja efnahagshrun og gagnslaus stjórnvöld. Hver verður að velja sér vetvang að vinna samfélaginu gagn og setja af nokrar klukkustundir á viku í að vinna á þeim vetvangi. Ef þú getur það getur þú unnið þig út úr vanmættinum og orðið hluti af lausninni.
SvaraEyðaHvað er að gerast, bara ekki píp síðan 11 jan????
SvaraEyðahvar ertu kona?
Alda, Fl
Segi sama og Alda.... :-) Hvar ertu Madam?
SvaraEyðaNú er smá von .. íhaldið í það minnsta ekki lengur við völd.
jhe