mánudagur, 8. desember 2008

Þetta er neyðaraðvörun, ég endurtek...



...þetta er neyðaraðvörun.

Nei, þetta tengist Íslandi ekki neitt, aldrei þessu vant.

Við mæðgurnar vorum á leið í neðanjarðarlest í London þegar skyndilega kvað við í kallkerfinu:

"This is an emergency announcement, everybody must leave this station immediately, I repeat.... "


Það skipti engum togum, móðirin tók stigann í tveimur stökkum og henti sér lárétt inn í lest sem stóð við brautarpallinn.

Á elleftu stundu, þegar hurðin var í þann veginn að lokast, kom dóttirin (27 ára) hlaupandi og tróð sér inn í vagninn. Hún klemmdist í hurðinni en tókst með harðfylgi að losa sig og stóð svo fyrir framan móður sína, eitt spurningarmerki.

“Ætlaðirðu að skilja mig eftir?”

(Úps!)

“Nei, ert’eitthvað verri? Ég hélt þú værir alveg á hælunum á mér.”

Við fengum aldrei skýringu á hver neyðin var á brautarstöðinni, en þetta rifjaði upp fyrir okkur annað atvik sem gerðist fyrir nokkrum árum þegar við bjuggum í Englandi.

Ég var vön að keyra Önnu Lilju, umrædda dóttur, í skólarútuna á morgnana.
Einn morguninn kvaddi ég hana að venju með kossi og knúsi og rak svo bílinnn í gír um leið og hún steig út.
Bíllinn tók kipp og það var með naumindum að henni tókst að víkja sér undan.
Hún sagði mér þegar hún kom heim úr skólanum að bílstjóranum hefði þótt þetta skrýtið:

“Mikið var þetta einkennilegt. Fyrst kyssir hún þig og knúsar og svo reynir hún að keyra yfir þig.”
Sagði bílstjórinn.

Hm.

“So much for the greatest love of all,” segi ég nú bara og skammast mín smá.

En bara smá, því ég elska hana af öllu hjarta og hún veit það vel.

Við áttum yndislegan dag í London, fórum í Jólalandið í Hyde Park (soldið mikið túrista en okkur var alveg sama), hlustuðum á klassíska tónlist í Covent Garden og gengum glaðar í gegnum Soho í mannþrönginni.

Íslenskt efnahagsklúður víðs fjarri og jólaljósin og kátína mannfólksins í London það eina sem skipti máli.

Er á meðan er.

Sé í fréttunum að ástandið heima versnar bara - ef eitthvað.

Tekst á við það þegar ég kem heim eftir viku.

Myndin er af Önnu Lilju í Jólalandinu.




4 ummæli:

  1. Þú hefur aldrei reynt að keyra yfir mig eða yfirgefið mig í neyð, þýðir það að ég sé uppáhalds ?

    SvaraEyða
  2. Hlýtur það ekki bara að vera?
    Nei, ástin mín, ég elska ykkur hnífjafnt:)
    Enda yndislegustu dætur í heimi.

    SvaraEyða
  3. Hej där, min söta Edda!
    Jag tänkte bara skicka en julhälsning, men det verkar som att du redan tagit ledigt om man ser till skrivtakten på din blogg?
    I varje fall: en riktigt god och fröjdefull jul önskar jag dig!

    /Susanne

    SvaraEyða
  4. Live Casino (H2H) - Jordan's Arabia23 Retro
    The casino features communitykhabar a collection of casino slots, poker, roulette and titanium flat iron live Air Jordan 23 Retro dealer games. All 토토커뮤니티 from your desktop. Download the H2H client for Air Jordan 20 Retro free.

    SvaraEyða