mánudagur, 16. júní 2008

Unaðsstaðurinn Hell







16. júní.



Komin til Þrándheims eftir geggjaða ráðstefnu í Hell.
Það sem var merkilegast var að þar var skítkallt og engir lögfræðingar:)
Dagskráin var til slíkrar fyrirmyndar að það hálfa hefði verið nóg. Ég ætla samt aðallega að halda mig við uppákomurnar í þessu bloggi.
Árlegri boltakeppni (brennó og kýló) lyktaði með sigri gestgjafanna sem svindluðu án afláts en reglan er hvort sem er að þeir vinni.
Þá var Hellovison, árleg söngkeppni, sérlega glæsileg í ár. Rússneskir gestir á ráðstefnunni sýndu glæsilega frammistöðu svo og breski gesturinn, lítil og grönn kona frá Wales sem er að skrifa bók um höfundarrétt. Hún gerði tilraun til að múta dómurunum sem þáðu pundin hennar með þökkum en sögðust svo engu geta lofað. Hún söng meira að segja dónavísur en varð í fjórða sæti með Dönum, Svíum, Norðmönnum og Íslendingum.
Það voru sumsé við Geir sem sungum Maístjörnuna í röddum og allt, en við höfðum sungið hana í kvöldverði kvöldið áður og fengum mínusstig fyrir það. Plússtig fyrir að kalla fram tár hjá nokkrum ráðstefnugestum en það dugði ekki því Finnarnir voru langbestir.

Það er að segja, þeir halda ráðstefnuna að ári svo ákveðið var að smjaðra fyrir þeim til að hafa þá góða.
Ég hitti mýgrút af gömlum vinum og verð að segja að ég nýt þess gríðarlega að vera á svona norrænum samkomum og tala blöndu af hrognamáli.
Ég mun gera ráðstefnunni betri skil síðar. Set inn nokkrar myndir.
Verð samt að leiðrétta að Hell er ekki dregið af hellir heldur hellu, þannig að við vorum eiginlega á Hellu alla helgina.
Og hvað er þetta með ísbirnina heima????









Engin ummæli:

Skrifa ummæli