19. júní.
Er að kveðja Þrándheim með nokkrum trega, hlakka til að koma til Englands engu að síður. Ég er alveg búin að skipta um skoðun á Norðmönnum, finnst þeir bara frábærir.
Ég hef setið hér á Brukbar og unnið undanfarna daga og er nú orðinn einn af fastagestunum. Fæ kaffi eins og ég get í mig látið.
Þrándheimur er gríðarlega fallegur og skólabókardæmi um hvernig hægt er að varðveita gömul hús í bland við ný svo vel fari.
Ég valdi mér ódýrustu gistingu sem ég fann, sem heitir Sommerhotellet og er nokkurskonar farfuglaheimili.
Stúlkan í afgreiðslunni (ca. 18 ára) tók við greiðslunni og sagði brosandi: Þú ferð svo bara þarna niður stigann.
Og hún benti í áttina.
Þegar niður stigann var komið var ekkert að sjá nema sturtu og ótótlega geymslu.
Ég fór upp aftur og sagðist ekki sjá neinn "sovesal".
Hún stóð þá upp og kom með mér niður en fann heldur ekki "sovesalen". Ungur strákur var kallaður til og hann fann hurð þar sem á stóð Helga og sagði: Það er hér.
En þá fundust ekki lyklarnir.
Þeir fundust þó fyrir rest og í "sovesalen" reyndust vera tólf kojur, tveir gluggar en engar gardínur. Ég sagði að það gengi aldrei, ég sem kæmi frá Íslandi gæti ekki sofið í skjannabirtu, hvað þá hinir.
Hálftíma seinna var drengurinn búinn að setja upp gardínur og ég skemmti mér konunglega á þessu unglingaheimili og kynntist áhugaverðu fólki.
Mér hefur líka gengið óvenjuvel að rata, ef ég bara beygi hjá Erlings-skakka-götu og tek svo strikið í áttina að Glitnisskiltinu eru mér allir vegir færir.
Í Olavs-Tryggvason-götu fann ég svo félagsskapinn minn sem ég leita uppi í hverju landi.
Nú er ég á leið til Englands seinnipartinn, á ráðstefnu í Winchester.
Og stelpur! Til hamingu með daginn!!!
Ps. Ég ítreka enn að mig vantar samastað í júlí og ágúst ef einhver þarf að láta passa íbúð, hund eða kött:)
fimmtudagur, 19. júní 2008
Frá Erlings-skakka-götu í átt að Glitni
Ritaði Edda Jóhannsdóttir kl. 10:25
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Ég er hugsanlega með börn sem þú gætir passað, húsið og bíllinn fylgja að sjálfsögðu með.
SvaraEyðaTil hamingju með afmælið í dag elsku vinkona!
SvaraEyðaHelga Haraldsd.
Til hamingju með afmælið! Knús frá okkur öllum!
SvaraEyðaGambling Sites and Gambling Sites for South Africa - Airjordan20 Retro
SvaraEyðaThe jordan 18 white royal blue cheap South African government's efforts to create a world of how to get air jordan 18 retro toro mens sneakers online gambling have been hindered air jordan 18 retro yellow suede my site by the air jordan 18 retro red suede sports South where can i find air jordan 18 retro men blue African government's failure to respond to the