sunnudagur, 7. september 2008

Karlakórskarl í kaupbæti


Það er ekkert að marka það sem ég segi. Í úrhellinu á menningarnótt hét ég því að fara ekki á fleiri útihátíðir í grenjandi rigningu og slagveðri. Svo lét ég mig ekki muna um að rigna niður á Ljósanótt.


Á föstudagskvöldið fór ég á ball á Ránni þar sem Rúni Júl. tróð upp ásamt hljómsveit og verð að segja, þrátt fyrir ást mína á Hljómum, Trúbrot og Rúnari sjálfum, að nú er þetta orðið fínt.

Hann getur ekki haldið dampi heilt kvöld, en var hins vegar óborganlegur á laugardagskvöldinu þegar hann söng tvö lög með Karlakór Keflavíkur.

Kórinn var líka æðislegur og karlarnir sætir í lopapeysunum.


Ég fór síðar um kvöldið í tjaldið þeirra, þar sem þeir voru að selja geisladiskana sína.


"Fylgir ekki einhleypur karlakórskarl hverjum diski?" spurði ég.
"Að sjálfsögðu," sögðu þeir.
"Þá ætla ég að fá tvo," sagði ég og fannst það öruggara ef annar karlanna væri eitthvað gallaður.

Karlarnir hafa reyndar ekki skilað sér enn...

Og þetta hefur sannarlega verið mikið úti-partía-sumar.
Það besta er samt eftir.

Skoska landsliðið er nefnilega á leiðinni og vonandi verður það eins og síðast þegar þeir komu. Þá fylgdu þeim hundruð syngjandi Skota á Skotapilsum, sem voru slíkir gleðigjafar að það hálfa hefði verið nóg.

Fullur bær af berleggjuðum karlmönnum er akkúrat það sem okkur einhleypu stelpurnar vantar núna.

Ef þeir mæta heldur mér ekkert frá miðbænum, ekki einu sinni fellibylurinn Sísí.

Læt fylgja mynd af lopapeysustrákunum.

3 ummæli:

 1. Eru kórkarlar þá hórkarlar ?

  Annars heyrði ég því fleygt hérna á Eyjunni ;) að Skotarnir væru farnir að tínast til landsins.

  Mundi því allt í einu eftir brýnu erindi sem ég þarf að sinna í miðbænum, viltu koma með ?

  SvaraEyða
 2. Er á leiðinni. Undir eins og eins og skot:)

  SvaraEyða
 3. Ég er með!

  And I would walk 500 miles og allt það!!!

  Held reyndar að ég þurfi að labba aðeins meira en það til að vera með í fjörinu :(

  SvaraEyða