sunnudagur, 14. september 2008

Skotheldir Skotar

Það fór eins og mig grunaði. Skotarnir voru gleðigjafar sumarsins.
Íslendingum veitti sennilega ekki af örlítilli kennslu hjá Skotunum um hvernig á að halda uppi jákvæðu og almennilegu stuði dag eftir dag eftir dag.
Ég fór og spjallaði við Skotana, sem voru belgfullir af ást á lífinu eins og það lagði sig. Hér er trúlega best að láta myndirnar tala.
Á einni myndinni er undirrituð, en það er auðvitað felumynd þar sem ég fell inn í hópinn eins og flís við rass. (Þessi færsla fór einhverra hluta vegna ekki inn þegar hún var vistuð á sínum tíma, en hún er látin vaða núna.)




































.)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli