Niðursveiflutal er það sem helst dynur á þjóðinni þessa haustdaga og niðursveiflan er mæld í torræðum tölum stofnana um að allt sé á leiðinni þráðbeint til helvítis.
Minna er talað um tilfinningalega niðursveiflu þegnanna í svartagallsrausinu.
Ég hef eðlislæga tilhneigingu til að sveiflast soldið um tilfinningaskalann og hef verið venju fremur slæm á drungalegum slagveðursdögum septembermánaðar.
Í gær sló ég met í margskonar skilningi.
Af því ég er svo helvíti skynsöm og veit að allt líður þetta hjá, hafði ég ákveðið að verja helginni í nokkurri gleði norður í sveitum.
Það plan breyttist og í staðinn tók ég að mér að vera sérstakur hirðljósmyndari vinar míns Nikulásar, sem tróð upp með Leynibandinu á réttarballi í Aratungu, hvorki meira né minna.
Minna er talað um tilfinningalega niðursveiflu þegnanna í svartagallsrausinu.
Ég hef eðlislæga tilhneigingu til að sveiflast soldið um tilfinningaskalann og hef verið venju fremur slæm á drungalegum slagveðursdögum septembermánaðar.
Í gær sló ég met í margskonar skilningi.
Af því ég er svo helvíti skynsöm og veit að allt líður þetta hjá, hafði ég ákveðið að verja helginni í nokkurri gleði norður í sveitum.
Það plan breyttist og í staðinn tók ég að mér að vera sérstakur hirðljósmyndari vinar míns Nikulásar, sem tróð upp með Leynibandinu á réttarballi í Aratungu, hvorki meira né minna.
Rétt áður en ég lagði af stað barst mér símtal langt að sem gladdi mig mjög á sama tíma og það staðfesti nokkuð sem ég hafði trúlega ómeðvitað óttast um tíma.
Mér fannst ég myndi hrista þetta af mér eins og annað og lagði af stað í austurátt.
En...
...ég er viss um að aldrei fyrr hefur nokkur bílstjóri, jafn náttblindur og ég, grenjað jafn mikið í jafn mikilli riginingu og kolsvartamyrkri á Hellisheiðinni.
Ég snýtti mér hraustlega og þurrkaði framan úr mér grenjurnar skömmu áður en ég kom í Aratungu. Málaði á mig nýtt andlit og fór svo, eins og sá stuðbolti sem ég innst inni er, á ballið.
Þar tók ég fljótlega gleði mína á ný.
Ekki bara var Nikulás til mikillar prýði heldur voru á ballinu íslenskar alþýðuhetjur, veðraðar úr göngum og fjárdrætti, sem kættu mig ógurlega.
Dásamlega hjólbeinóttar og góðglaðar stigu þær dans sem hvergi sést nema á alvöru, íslensku sveitaballi.
Ég hafði ætlað að gista á Laugarvatni hjá Niko um nóttina, en af því ég var svo vel vakandi ákvað ég að aka í bæinn.
Dásamlega hjólbeinóttar og góðglaðar stigu þær dans sem hvergi sést nema á alvöru, íslensku sveitaballi.
Ég hafði ætlað að gista á Laugarvatni hjá Niko um nóttina, en af því ég var svo vel vakandi ákvað ég að aka í bæinn.
Það var uppstytta þegar ég lagði af stað um þrjúleytið og kampakátur, fullur máni lýsti mér leiðina fyrsta spölinn.
Hann óð í skýjum og sveipaði umhverfið dulmagnaðri birtu sem er engu lík. Trúlega er ekkert jafn magnað og að vera einn á ferð um miðja nótt í íslenskri sveit, hvenær sem er ársins.
Gáttir himins opnuðust svo á ný þegar ég nálgaðist Hveragerði en nú tók ég ekki persónulega þátt í ósköpunum.
Þurrkurnar höfðu ekki undan en ökumaðurinn söng hástöfum, algjörlega ógrenjandi, alla leiðina heim.
“Innst í þínum eigin barmi, eins í gleði og eins í harmi, ymur Íslands lag....”
Það var ekkert að óttast, engar leyniskyttur í fjöllunum, í mesta lagi meinlausir draugar á sveimi.
Það var ekkert að óttast, engar leyniskyttur í fjöllunum, í mesta lagi meinlausir draugar á sveimi.
Svo lifum við bara niðursveifluna af.
Set inn mynd af Nikulási í uppsveiflu.
Er samt hugsi yfir yfirlýsingu Geirs í Silfrinu um ekkert atvinnuleysi. Eru allir sem hafa fengið reisupassann í fjöldauppsögnum undanfarið búnir að fá vinnu?
Er samt hugsi yfir yfirlýsingu Geirs í Silfrinu um ekkert atvinnuleysi. Eru allir sem hafa fengið reisupassann í fjöldauppsögnum undanfarið búnir að fá vinnu?
Mér var hugsað til ferðar hjá mér fyrir slatta af árum síðan... einn yfir Kjöl á forláta Subaru um sumarhánótt!
SvaraEyða