Djö... er ég orðin leið á þessari kreppu. Og merkilegt að þjóðin geti ekki einu sinni sameinast þegar allt er á leiðinni til andskotans í þessu landi. Það er hver höndin upp á móti annarri eins og vant er.
Sést til dæmis á kommentum við fréttir hér á Eyjunni.
Þegar ung stúlka talar á “mótmælafundi/samstöðufundi/einhverskonar-látum-í-ljós óánægju-fundi”, og segir það sem meirihluti þjóðarinnar hugsar, rekur fólk upp ramakvein og fer í hár saman af því hún á að tengjast Vinstri grænum.
Hverjum er ekki skít sama hvaða pólitíska flokk hún aðhyllist? Þetta snýst ekki lengur um flokkadrætti, enda fólk búið að missa alla trú á stjórnmálaflokka, Vinstri græna ekkert síður en hina.
Það eina sem skiptir máli er að fólk segi sannleikann.
Ótrúlegt hvað kommagrýlan hefur náð að festast hér í sessi og rugla fólk í rýminu.
En Grýlur ku hafa þessi áhrif.
Heimóttarskapur þessarar þjóðar er slíkur að ef einhver tekur stórt upp í sig í mótmælaræðu hlýtur hann að vera vinstri sinnaður, sem er hvað - dauðasök?
Og fólk hrekkur umsvifalaust í vörn fyrir Geir og Ingibjörgu.
Einmitt. Talandi um Ingibjörgu.
Það þótti fréttnæmt úr ræðu hennar á flokksstjórnarfundi þegar hún talaði um að “nú væru forgangsverkefnin skýr: Fyrst kæmi fólkið – svo hagsmunir flokksins”.
Það var ekki seinna vænna að hún uppgötvaði það.
Stjórnmálaflokkar hafa alltaf átt að setja fólkið í landinu framar flokkshagsmunum.
Leiðinlegt að þeir uppgötvi það fyrst núna þegar öll spjót standa á þeim og ekki lengur verður komist upp með að drulla yfir lýðinnn með flokkshagsmuni að leiðarljósi.
“Fólkið fyrst,” sagði konan,” flokkurinn svo” - og hafði þrátt fyrir allt ekkert í huga nema hagsmuni flokksins.
Ég er búin að fá upp í kok.
Er á leiðinni til óvinaþjóðarinnar Englands í hálfan mánuð, þar sem ég á dóttur, tengdason og barnabarn. Við ætlum að reyna að fanga jólaandann og hafa það notalegt.
Fæ samt hvergi á hreint hvort ég kaupi pundið á 212 krónur, 320 eða jafnvel eitthvað þaðan af verra.
Ég bara verð að komast út úr þessu andrúmslofti um stund.
Í AA-hugleiðingu dagsins stendur m.a.:
"Vertu hvergi smeykur. Vertu frjáls og óbeygður í anda. Þú getur verið með heilli há og ósnortinn þrátt fyrir mistök og öll þeirra áhrif, ef þú lætur anda þinn sigra heiminn, rísa yfir ys og þys jarðlífsins og hverfa til leyndra heimkynna friðar og trúnaðartrausts."
Og bæn dagsins: "
"Ég bið að ég sé vongóður og bjartsýnn. Ég bið að ég verði óhræddur við vald mistakanna."
Aldrei fyrr hefur mér þótt jafn erfitt að tileinka mér þetta. Ég er allt í senn, vonlítil, svartsýn og hrædd.
Og 100% vantrúuð á að vald mistakanna (les: þeir sem bera ábyrgðina) muni ekki koma mér á kné.
Því miður.
sunnudagur, 23. nóvember 2008
Tímamótayfirlýsing stjórnmálamanns
Ritaði Edda Jóhannsdóttir kl. 14:42
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Auðvitað skiptir máli að stúlkan tengist VG, sem og margir aðrir sem hafa verið áberandi í mótmælum.
SvaraEyðaÞað er svo augljóst að VG er að nota sér ástandið í pólitísku eiginhagsmunaskyni, m.a. með þessari vantrauststillögu. Þeir vilja kosningar af því að flokkurinn stendur vel í könnunum.
Hárrétt athugað. Fékk sjálfur í klígju við að hlusta á loddarann tala um fólki fyrst. Nýbúin að boða frumvarp um endurtekningu á eftirlaunaóþverranum.
SvaraEyðahttp://www.dv.is/frettir/2008/11/21/stjornmalamenn-afram-forrettindastett/
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er heillum horfin. Skilur ekki einfalda kröfu um jafnrétti.
Við lyftum henni hátt á stall. Sennileg um of.
Rómverji
"þeir sem vilja kosningar eru óvinir samfylkarinnar"
SvaraEyðaverði henni að góðu að vingast við spillingarliðið
Við erum nú ekki fæddar í gær hún Edda og ég,hef ekki orðið vör við að hvorug okkar hafi nokkurn tíma kynnst góðærinu hans Davíðs,en það sem ég vildi sagt hafa var að Guði sé lof að sá dagur reis að hin íslenska þjóð ákvað að rísa upp sem ein og segja aldagamalli spillinguni og klíkuskapnum sem hér hefur viðgengist án þess að nokkur lyfti svo mikið sem augabrún. Ég persónulega hef löngu misst alla trú á hinu háa Alþingi og öllu því sem þar fer fram og þessu liði í þessari ríkisstjórn,sem hefur alltaf talað við fólkið um og til fólksins í landinu eins og það væri hálfvitar sem vita ekkert í sinn haus!
SvaraEyðaOg fyrir mér eru allir þessir flokkar jafnspilltir. Sjálf trúði ég á mannjöfnuð líklegast gerir það mig að sósíalista og þar f leiðandi vinstri sinnaða og so what! Persónulega finnst mér að allt þetta lið ætti að vera skikkað til að lifa á þeim tekjum sem þeir eru á sem krafist er enn einu sinni af að herða sultarólina! Hvernig er hægt að herða af engu,ég er búin að heyra þetta og lifa við þetta síðan 1987 mín ól er orðin þannig að það er ekki einu sinni hægt að búa til fleiri göt til að herða því skrokkurinn er löngu orðinn ekkert nema skinn og bein!
Að lokum hafðu það gott í fríinu Edda mín og gangi þér vel!
"Það eina sem skiptir máli er að fólk segi sannleikann" segir þú!!! Það eru allir að tala þessa dagana, allir eru með hinn eina sannleika og allir tala fyrir þjóðina. Það sem fer mest í taugarnar á manni eru lýðskrumarar sem telja sig hafa hinn eina sannleika og telja sig tala fyrir hönd allrar þjóðarinnar. Þjóðin kaus sér fulltrúa í síðustu kosningum og situr uppi með þá fulltrúa þangað til kosið verður næst. Ef kosið væri núna mundi líklega sami meirihluti með smá tilfæringu á atkvæðum á milli flokka sitja áfram. Töff staða!!!!!
SvaraEyða