Fyrst enginn sem er ábyrgur fyrir klúðrinu ætlar að segja af sér ætla ég prívat og persónulega að gera það.
Segja af mér, meina ég.
Eftir að Ísland kom endanlega út úr skápnum sem gjörspillt bananalýðveldi er ekki hægt að búast við að þegnarnir séu þroskaðri en miðlungs bananar í ávaxtaborðinu.
Ég segi mig því hér með úr lögum við þetta skítasamfélag.
Ég er svo pisst og með svo svæsna köfnunartilfinningu að það hálfa væri nóg.
Er í Englandi hjá barninu mínu og barnabarni. Heimsókn sem var skipulögð fyrir mörgum mánuðum.
Á næstum engan pening og það litla sem ég á er nánast einskis virði.
Áður en ég fór út tók ég heila viku í að skoða stöðuna.
Grenjaði höfgum tárum næstum allan tímann.
Var aldrei boðið í “partíið” umtalaða svo ég gat bara grenjað að vild í mínu eigin partíi.
“It’s my party and I cry if I want to....”
Niðurstaðan er þessi:
Það er ekki séns ég geti staðið í skilum lengur.
Ekki séns.
Ekki séns ég borgi skuldir sem krimmar hafa stofnað til.
Nóg var nú samt.
Ekki séns ég sýni umburðarlyndi og skilning.
Ekki séns ég líði það lengur að talað sé niður til mín af spilltum stjórnmálamönnum og siðblindum hagsmunapoturum.
Ekki séns ég kyngi því að fá engar upplýsingar - nema sérhannaðar haugalygar.
Ekki séns ég kyngi meira rugli yfirleitt.
Ekki séns.
sunnudagur, 30. nóvember 2008
Ekki meir ekki meir
Ritaði Edda Jóhannsdóttir kl. 22:17
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Nákvæmlega. Það er nefnilega ekki séns fyrir mjög marga að ná endum saman þessa dagana, mjög einfalt skólabókardæmi. Þetta er nefnilega ekki VAL um að borga eða borga ekki í mjög mörgum tilvikum.
SvaraEyðaKannski lengt í hengingarólinni með frystingum, en það er bara til 4-6 mánaða. Hvað tekur þá við veit Guð einn.
Vantar raunar úttekt á því hversu margir eru í þeirri stöðu að lánin hafa vaxið fólki yfir höfuð -og yfir "markaðsvirði" eigna þeirra (ef hægt er að tala um markaðsvirði á helfrosnum markaði).
Aldrei hefði ég trúað því að ég ætti eftir að velta því í alvöru fyrir mér að hætta að borga af lánunum mínum og láta gera mig upp. En það er raunveruleg neyðarstaða sem blasir við mjög mörgum.
Byrja á núlli og fara að leigja einhverja holu. Absúrd!
Baráttukveðjur!
landa
Bara að þetta væri svona einfalt - segja af sér, segja sig úr samfélaginu, hætta að vera íslendingur! Allt fyrir Geir! Nei fjandakornið að ég láti hann flæma mig burt - enda kemst ég ekkert, fátækur og öryrki!
SvaraEyðaVona að börnin þín sjái fyrir þér þarna úti í Englandinu! Það er ómögulegt að komast af án aura - það þekki ég!
Ragnar
Nú finnst mér að þú ættir að biðja banana-lýðveldin afsökunar. Þau eru í hálfkáki miðað við okkur hér! Skipulagður þjófnaður ríkisvalds af þegnum sínum, leigjandi "pimpum" (bankamönnum) aðgang að okkur, og þegar það var ekki nóg þá hófu pimparnir atlögu að almenningi grannþjóða!
SvaraEyðaOg nú er sléttað yfir skuldirnar og sömu menn byrja uppá nýtt, á núlli! Og við ætlum bara að væla eins og aldirnar á undan. Láta þetta yfir okkur ganga eins og fórnarlamba er siður.
Mér líður eins. Búinn að semja þúsund reiðipistla í hausnum á mér... En þetta virðist allt vera tilgangslaust píp. Sjórnmálamenn hlusta ekki. Samfylking er gjörsamlega getulaus í samstarfi við Flokkinn. Geir er svo óforskammaður að segja við erlenda fréttamenn að hann þurfi ekki að biðjast afsökunar á einu né neinu. Fari allt þetta helvítis sjálfstæðishyski til Helvítis. Það er fjandans græðgis - frjálshyggjan sem er búin að koma okkur í þennan drullupoll. Geir þú ættir að skammast þín. jhe
SvaraEyðaÉg er búin að sjá það að íslendingar eru rolur og aumingjar. Hvernig tókst eiginlega að búa til heila þjóð sem lætur bjóða sér svona svívirðu endalaust og stendur svo ekki upp fyrir sjálfri sér þegar á reynir??? Skil þig vel að grenja og öskra...vertu bara í englandi hjá börnum og barnabörnunum og reyndu eignast mannsæmandi líf og halda sjálfsvirðingunni. Það gerir enginn á Íslandi..að halda sjálfsvirðingunni við þessar aðstæður. Ef það verða ekki tugþúsundir íslendinga á Arnarhóli í dag og gera allt vitlaust þá á þessi þjóð ekki séns. Engann!! Og ég fer úr landi með mitt fólk. það er alveg é hreinu.
SvaraEyðaÉg, eins og margir aðrir, missti af þessu svaka partýi. Var bara ekki nógu merkileg til að vera boðið. En mikið ógeðslega er ég fúl yfir því að fá svo bara sendan gíró í pósti þar sem að ÉG á að borga svallveisluna. Bölvuð ósvífni alltaf hreint.
SvaraEyðaAnnars komst ég að því að stjórnmálamenn og búktalara-brúður eiga ýmislegt sameiginlegt.
Hreyfa á sér munninn en segja ekki neitt.
Láta sjórnast af öðrum.
Og fleira sem að er ekki prenthæft.