6. janúar.
Ég ætla að hætta að borða nammi, fara í sund á hverjum degi, ganga fram og til baka í laugina, spara, vera aðeins jákvæðari, ja - lýsa bara upp umhverfið eins og sólargeisli hvar sem ég kem... Döh..!
Auðvitað er ég löngu hætt að strengja nýjársheit sem ég svík í fyrstu vikunni í janúar. Það er svo arfaslæmt fyrir egóið. En af því ég fékk langþráðan blandara í jólagjöf ákvað ég að vígja hann áðan og búa til heilsudrykk. Það tók mig þrjú korter að hreinsa bláberjagumsið af borðum, skáphurðum, veggjum og gólfi af því ég nennti ekki að lesa leiðarvísinn.
Geri aðra tilraun á morgun. Ég er líka að skrifa þetta blogg til að síðasta bloggfærsla birtist, færsla síðan 3. janúar sem mér tókst aldrei að vista rétt, hvað þá að raða myndunum sómasamlega.
Nú eru Bretarnir farnir heim og þrátt fyrir brjálað veður voru þeir í sæluvímu með dvölina. Ég horfði á landið mitt breskum gestsaugum meðan þeir stöldruðu við og var ekki nærri því jafn neikvæð og ég er vön. Sem er gott.
Það er allt að verða vitlaust hér í kring, ég heyri ekki tónlistina sem ég er að spila fyrir viðvarandi sprengjugný. Skelfing verður gott þegar þessu linnir og hversdagurinn tekur við.
sunnudagur, 6. janúar 2008
Sprengjugnýr og bláberjagums
Ritaði Edda Jóhannsdóttir kl. 20:46
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli