laugardagur, 23. febrúar 2008

Eurobandið? Ert'ekk'að grínast?

Ég eyddi hátt á fjórða þúsund krónum í símakosningu Júróvisjón, en minn kandidat komst ekki á blað.
Mér fannst Ragnheiður Gröndal og Buffið bera af, en það er dæmigert fyrir þessa þjóð að velja karakterlaust og steindautt "teknó-diskó" sem mun hverfa innanum öll hin karakterlausu lögin í Serbíu.
Ekki að það skipti neinu máli.
Mér fannst bara Ragnheiður svo æðisleg. .

2 ummæli:

  1. Sammála.. sá Ragnheiði fyrir mér á sviðinu úti.. heilla Evrópu upp úr skónum með fölskvalausum söng sínum.

    En samt þakkaði ég máttarvöldunum fyrir þá náð og miskunn að láta ekki smekkleysu ársins vinna...Gillsenegger bullið. Af efstu þremur lögunum hefði Guli hanskinn verið frumlegastur til Evrópufarar.

    SvaraEyða
  2. Alltaf erum við sammála gamla mín! Ég notaði einmitt sömu orð þegar úrslitin lágu fyrir "Ert´ ekki að grínast?" Ragnheiður Gröndal var langbest og svo hefðum við átt að senda Dr.Spock eða Hó hó lagið, þá hefðum við að minnsta kosti vakið athygli í Serbíu! Svaladrottningin - hin sko, þú ert nr. 1

    SvaraEyða