þriðjudagur, 19. febrúar 2008

Hvað er ég, Imelda eitthvað?

Hvern hefði órað fyrir því að út úr fataherberginu mínu, sem er reyndar geymsla líka, kæmu 32 pör af skóm, að Nokia-stígvélunum meðtöldum. Hvað er ég, Imelda eitthvað?

Og út úr sama herbergi hef ég nú talið 18 rúllur af gjafapappír, afmælis og jóla, og tvo sneisafulla poka af borðum til að skreyta með. Örugglega af því ég er annáluð fyrir svo rosalega smekklegar gjafir!!??

Þá er ég ansi hugsi yfir hátt í 400 nafnspjöldum sem ég hef sankað að mér á undanförnum árum, sex stílabókum fullum af fróðleik frá Árósum, haug af tölvudiskum sem ég hef ekki klúu um hvað innihalda og tuttugu og tveim jóladúkum í öllum stærðum.

Já, ég er að flytja. Kannski jafn gott.

1 ummæli:

  1. Ég kem til þín um helgina og hirði eitthvað af þessu drasli þínu en þá er ég kannski meira að tala um sjónvarpið þitt og græjurnar, held þessi 400 nafnspjöld nýtist mér lítið. Ástarkveðja !

    SvaraEyða