föstudagur, 14. mars 2008

Kveðja til Dr. Gunna


Fór í Tesco í gær til að kaupa uppþvottabursta og gula gúmmíhanska. Get ekki vanist því að þvo upp með svampi.

Ég fann uppþvottaburstann í raftækjadeildinni eftir endalausar göngur um endalausa ganga, en enga gula gúmmíhanska. Ég fann hins vegar þessa svörtu gúmmíhanska og datt í hug að ef dr. Gunni héldi að þeir gætu verið honum inspírasjón í næstu Júróvisjón er ekkert sjálfsagðara en kaupa eitt par.

Ég get svarið að þeir eru ekki keyptir í fullorðins-latex-búðinni á horninu sem heitir "Devoted to Pleasure".
Fyrirsætan er Anna dóttir mín.

Áfram Gunni!

1 ummæli:

  1. Ég þakka hugulsemina. Held það verði samt ekkert Euro aftur í bili. Kv, Gunni

    SvaraEyða