Ég er af þeirri kynslóð kvenna sem var alin upp í einum allsherjar Pollýönnuleik. Maður átti að vera glaður og þakklátur, því alltaf voru einhverstaðar einhverjir sem áttu meira bágt en maður sjálfur.
Reiði og depurð voru á bannlista.
Pollýönnuhugmyndafræðin er ekki alvond, en athyglisvert að Pollýönnu tókst ekki að nota sína eigin hugmyndafræði þegar syrti í álinn hjá henni persónulega.
Nú er íslenskur almenningur reiður og má vera það.
Við vitum bara ekki almennilega út í hvern við eigum að vera reið.
Hér ber að sjálfsögðu enginn ábyrgð frekar en venjulega.
Ég var að lesa gamlan, færeyskan krimma eftir Jógvan Isaksen og þar kemur hann aðeins inn á gjaldþrot Færeyinga árið 1992.
Hann segir orðrétt:
“Ástæðan fyrir því að ósamkomulag milli stjórnmálamanna og margs venjulegs fólks varð svo miskunnarlaust var að enginn hafði verið gerður ábyrgur fyrir efnahagskreppunni. Bæði atvinnurekendur og þeir sem höfðu stjórnað öll þessi ár hlupu hver í sína áttina og kenndu hverjir öðrum um.
Þúsundir manna neyddust til að flytja úr landi, margir búnir að missa aleiguna og orðnir stórskuldugir í ofanálag. Öllum fannst þeir hafa verið sviknir, en hver það var sem sveik var erfitt um að segja. Enginn bar ábyrgð af því að svo skynsamlega var stjórnmálaskipaninni fyrir komið.”
Færeyingar munu hafa raulað fyrir munni sér vísu sem Jógvan segir að hefði átt að gera að þjóðsöng Færeyinga:
“Elsku mamma, ekki var það ég.
Strákarnir hrintu mér allir saman,
hrintu mér oní fúlan pyttinn
og hentu að öllu gaman.”
Ja, svei.
Eitthvað minnir þetta á kórinn sem íslenskir stjórnmálamenn og stjórnendur fjármálastofnana kyrja núna.
sunnudagur, 26. október 2008
Elsku mamma, ekki var það ég...
Ritaði Edda Jóhannsdóttir kl. 15:06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Já... sandkassaleikurinn er byrjaður.
SvaraEyðaÉg á fjögra ára skarpan dreng. Stundum geri ég það að gamni mínu að fara í þrætu leik við hann... börn elska það.. :-) Gefast aldrei upp.
Nei, þú... nei, þú ...nei, þú.. :-)
En eitt sinn sagði hann við mig eitthvað á þá leið (þurfti þá að hætta og einbeita sér að öðru -teiknimynd eða eitthvað. Man það ekki alveg.)
"Pabbi.. þú ert stór... þú átt að hætta!!!! " lol :-)
Er einhver von til þess að einhver af þessu aðilum verði stór?
kv. jhe
Er þetta ekki svolítið svipað og þegar drullupollurinn hoppaði á Palla ? Það versta við það var samt ekki nema að aumingjans Palla varð kalt og þú þurftir að þvo fötin hans.
SvaraEyðaNú hafa aftur á móti nokkrir menn dansað í drullupollunum, skvett drullunni út um allar trissur og segja svo bara að helv pollurinn hafi hoppað á þá.
Rétt eins og með Palla forðum, þá vitum við betur !
Kv. Halla.
Já, Palli bróðir þinn gaf tóninn snemma og vissi hvernig hann átti að bjarga sér út úr vandræðunum.
SvaraEyðaÞessi pollur hefur reyndar alltaf verið umhugsunarefni, ekki síst af því að þetta var einn fárra sumardaga þegar sólin skein og hitinn var ca 18 stig. Ergo: Hvergi pollar.
Af hverju er Palli ekki í pólitík?