...út af engu? Varla. Hér eru greinilega miklir hlutir að gerast og engar ýkjur að ys og þys ríkir við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu. Fréttaflutningurinn þaðan minnir þó lítillega á hurðarhúninn í Höfða forðum. Engar upplýsingar að hafa og fólk er engu nær.
Bið er lykilorðið í augnablikinu.
Ég verð að játa að ég er ekki nógu vel gefin til að skilja raunverulega hvað er í gangi. Þegar hætt var að tala um íslenska milljónamæringa og milljarðamæringarnir tóku við var ég soldið eins og þorskur á þurru. Ég missti líka fljótlega áhugann á því hvaða milljarðar skiptu um eigendur í það og það skiptið.
Það var hvort eð er ekki séns að henda reiður á þessu og mér kom þetta ekkert við.
Samt vissi ég alltaf, og það er trúlega bara “common sense” þess sem hefur þó ekkert vit á peningum, að einn góðan veðurdag hryndi allt til grunna.
Ég er að sjálfsögðu alfarið á móti því að skattgreiðendur axli ábyrgðina og trúi því ekki upp á lífeyrissjóðina að þeir komi hlaupandi með milljarða til bjargar.
Milljarðamæringarnir verða sjálfir að díla við sitt klúður.
Ég lýsi því líka hér með yfir að ég ber enga ábyrgð og tala þar örugglega fyrir munn allra þeirra sem högnuðust ekkert í partíinu. Voru ekki boðnir og langaði meira að segja ekkert að mæta.
Allt tal um nú verði allir að standa saman er fínt svo langt sem það nær.
Það rísa samt á mér hárin við tilhugsunina um að ég muni ekki eiga fyrir bensíni og húsaleigu í framtíðinni.
Vonandi kemur eitthvað af viti út úr þessum viðræðum í Tjarnargötunni og þeir sem komu öllu á hvínandi hausinn finni lausn sem bitnar ekki á þeim sem síst skyldi.
Svo vonum við bara að Eyjólfur fari að hressast....
sunnudagur, 5. október 2008
Ys og þys...
Ritaði Edda Jóhannsdóttir kl. 14:26
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Fallega og vel mælt
SvaraEyðaAfar líklegt að "lausnin" verði í anda að nú "verði allir að standa saman".
SvaraEyðaAllt í einu erum ég, Bjöggi Thors, Jón Ásgeir, Siggi og Hreiðar orðnir bestu vinir. Nýjar upplýsingar fyrir mig... satt best að segja. Lykilorðið núna er ... SAMÁBYRGÐ. Var í eina tíð... EINKAREKSTUR (og éttu það sem úti frýs).
Nýfrjálshyggjan í sinni allra fegurstu mynd og samhyggðar að birtast þessi dægrin.
Við verðum að hjálpa þessu greyjum sem neyðast til að nota Saga Class þessa dagana. Það er náttúrulega ekki boðlegt.