sunnudagur, 23. mars 2008

...fráskilin að vestan... páskahugvekja

Vaknaði í morgun til að horfa á páskamessu á BBC og hlustað svo á messu heima í Dómkirkjunni. Það var meira stuð í Dómkirkjunni. Svo kann ég líka sálmana og hátíðarsvörin síðan ég var í kirkjukórnum.

Fögnum og verum glaðir, fögnum og verum glaðir ... á honum!

Ég fattaði ekki fyrr en nýlega á hverjum maður ætti að vera glaður, sum sé páskadeginum.

Ég fílaði í botn að mæta í páskamessur klukkan átta á páskadag. Það er kannski til marks um klofinn karkter að miðvikudaginn fyrir páska lá maður endilangur á einhverju barborðinu og söng "ég er fráskilin að vestan" og mætti svo í kirkjuna nokkrum dögum seinna, heilagur í framan, til fagna upprisu Krists.
Hér hafa verið etin páskaegg af öllum stærðum og gerðum þó ekki sé nema rétt rúmlega hádegi.

Annica lét ekki sitt eftir liggja og ég set inn páskamynd af prinsessunni.


Ég sá að á blogggáttinni var einhver var að auglýsa eftir vorinu sem fer á vængjum yfir flóann.

Það minnti mig á þegar ég var í ástsýkiskasti fyrir mörgum árum og varð svo inspíreruð af Ragga Bjarna þegar hann söng þetta lag að ég samdi eftirfarandi ljóð:


Ég sagð'onum

ég væri ástfangin

og vildi vang'ann

við vorið

sem fer á vængjum

yfir flóann

- og þá hló'ann


Þetta hnoð féll að sjálfsögðu í grýtta jörð og vakti ekki ást viðkomandi á höfundinum.

Erum samt á leið út í vorið sem er langt í frá komið í Englandi, í gær snjóaði, en sólin skín svo við tökum rúnt í nærliggjandi sæt þorp.

Gleðilega páska heim.

3 ummæli:

  1. Elsku Edda mín.
    Það var leitt að á ekki að kveðja þig. Mín bara löggst í víking. Ég ætla nú að á að fylgjast með þér á netinu. Gleðileg páska elskuleg.
    Ástarkveðja - Kolla.

    SvaraEyða
  2. Hvað er þetta f-in mín og a birtust ekki á réttum stöðum. Bara svo að þú vitir það er ég ekki orðin lesblind. Kolla.

    SvaraEyða
  3. Það gerir ekkert til með f-in og a-in, þú ert alltaf æðislegust. Sendi þér ástarkveðjur og ef þú átt leið um Codoba.....:)
    Verð komin þangað í næstu viku.

    SvaraEyða