föstudagur, 23. maí 2008

Það er allt að verða vitlaust


Það stóð ekki steinn yfir steini í bloggfærslunni minni áðan. Hátíðin mikla hefst í kvöld og ég fer héðan 27. maí en ekki 24. Þess vegna næ ég þremur í hátíð.
Stemmningin í bænum áðan var þvílík að spennan var beinlínis áþreifanleg. Fólk var komið út á götur með ungana sína, sem voru hver öðrum fegurri í litlum senjór- og senjórítufötum. Ég varð svo "uppstemmd" eins og maður segir á góðri íslensku að ég vissi ekki fyrr en ég hafði pantað mér rándýra önd á uppáhaldsveitingastaðnum mínum. Ég stillti mig um að panta eftirrétt en geri það pottþétt á morgun þegar við vinnum Júróvisjón.

Hátíðin í kvöld hefst með flugeldasýningu klukkan tíu og svo verður kveikt á kyndlum kringum allt hátíðarsvæðið. Eftir það verður svo kveikt á öllum ljósaseríunum svo ég sé ekki betur en þetta slagi hátt upp í þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Og það er á fleiri stöðum en Íslandi sem gáttir opnast himins.....
Nú ausrignir en vonandi styttir upp fyrir tíu:(

Myndin sem fylgir er ekki nógu góð en hún er af inngangi hátíðarsvæðisins - tekin soldið mikið langt frá.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli