sunnudagur, 31. ágúst 2008
Sambýlismenn og Stuðmannaball
miðvikudagur, 27. ágúst 2008
Af partíum og enskuslettum
fimmtudagur, 21. ágúst 2008
Flögur og kannski dýfu?
miðvikudagur, 20. ágúst 2008
Þarf elskhugaleyfi?
mánudagur, 18. ágúst 2008
Þegar atburðarásin tekur völdin
föstudagur, 15. ágúst 2008
Skrapp frá - kem trúlega ekki aftur
15. ágúst.
fimmtudagur, 7. ágúst 2008
Ofurmannakíkir Jóhannesar og Björgólfs
6. ágúst.
Lífið heldur áfram að vera æsispennandi. Í gær var ég að passa Lilju Maren og Jón Breka, frábæru barnabörnin mín, og við áttum æðislegan dag.
Þar sem við sitjum niðri á Kaffi París í uppstyttunni um fimmleytið kemur föngulegur hópur ungra stúlkna í áttina til okkar og greinilegt að ein var hætt að freelanca eins og ég í karlamálum, og ætlaði að gifta sig innan tíðar.
Hópurinn kom til okkar og bauð okkur ofurmannakíki til kaups.
Jón Breki, sem er að sjálfsögðu ofurmaður, sýndi kíkinum ekki sérstakan áhuga enda greinilega heimagerður úr eldhúspappírsrúllu og álpappír.
Ég vildi hins vegar festa kaup á gripnum.
Þegar ég var að róta í veskinu mínu eftir klinki kom órói að gæsahópnum og þær kváðust þurfa að skreppa en kæmu strax aftur.
Svo hurfu þær með kíkinn.
Ég vissi strax hvað var í gangi því mínútu áður höfðu komið gangandi framhjá, næstum arm í arm, Jóhannes í Bónus og sjálfur Björgólfur.
Greinilegt að samrunapælingar Mogga og Fréttablaðs eru ekki úr lausu lofti gripnar.
Eftir skamma stund komu stúlkurnar aftur með kíkinn og sögðu að bæði Jóhannes og Björgólfur hefðu handfjatlað hann og kíkt í báða enda.
Nú er ég að spá í að bjóða kíkinn upp á e-bay, þetta er náttúrlega orðinn milljarðakíkir eftir þessa uppákomu. Það er þó ekki víst að viðskiptavinir þar þekki haus né sporð á strákunum svo lesendur eyjunnar eiga séns.
Mér dattt í hug að fyrsta boð yrði hálfur milljarður og svo tökum við það bara þaðan...
Mynd af kíkinum mun birtast hér síðar í dag.