miðvikudagur, 27. ágúst 2008

Af partíum og enskuslettum


Þar sem þjóðin á að vera í partískapi í dag ætla ég að upplýsa að persónulega hefur mér förlast svo í partíhaldi að þyngra er en tárum taki. Ég sem var mesta partítröll ever.

Ég ætla ekki að gefa upp hversu margir mættu í partíið sem við héldum hér á Nesinu um daginn.

Kannski var hægt að telja þá á fingrum annarrar handar - kannski ekki.

Þeir fá samt endalaust mörg prik sonur minn Páll og vinur hans Siggi sem mættu í glimrandi partístuði með gítarinn á bakinu og fóru á kostum, að ekki sé meira sagt.

Vonandi mæta fleiri í silfurpartíið í dag þrátt fyrir rigninguna.
Það er nefnilega soldið freistandi að fylgjast bara með beinni útsendingu undir sæng.

Aðeins að öðru.
Mér finnst oft áhugavert að fylgjast með hvaða fréttir fólk "kommentar" á hér á vefnum. Í dag er hneykslast á bruðli ráðherra, en skólabörnin ungu sem eru á vergangi eftir skóla virðast fá litla athygli.

Vonandi stendur fólki þó ekki á sama að ekki takist að manna frístundaheimilin.

Og eitt enn.


Ég sletti oft í mínum texta og hef þá hrokafullu skoðun að þeir sem eru góðir í íslensku geti leyft sér að sletta. Hinir ekki.


Samt fer um mig ónotatilfinning í hvert skipti sem ég sé auglýsingu á Skjá einum sem endar á orðunum: Singing Bee, nýr íslenskur þáttur. Tja...


Set inn mynd af stuðboltunum með gítarinn. Sonurinn er sá í lopapeysunni. Þá hlýtur hinn að vera Siggi.


6 ummæli:

 1. Sá sem þarf að sletta ensku,þegar hann er að skrifa eða tala íslensku, er ekki góður í íslensku.Það er gott að tala og skrifa góða íslensku og góða ensku, - en ekki samtímis !

  SvaraEyða
 2. Þetta er ekki spurning um að þurfa, Eiður minn, heldur hafa gaman af.
  Og stundum er gaman að gera tvennt samtímis:)

  SvaraEyða
 3. Ég sé að Palli hefur ekki klikkað á partídressinu frekar en fyrri daginn.

  Þessi fjölskylda sko....

  Ég ætla að taka frá kvöld í vikunni þar sem við Palli förum í gegnum mismunandi klæðnað við mismunandi tilefni og lána þér bókina "Hvernig á að halda gott partí, for Dummies".

  Láttu mig vita hvaða kvöld hentar.

  SvaraEyða
 4. Palli og parífötin... kafli út af fyrir sig. Manstu þegar drengurinn lét helst ekki sjá sig nema í smoking?
  Bara hvaða kvöld sem er og því fyrr því betra.
  Ég og Mummi vinur minn vorum að skipuleggja "reunion"-partý í gær og vorum með allt klappað og klárt. Héldum við.
  Nú er ég að fatta að helgin var ákveðin en ekki hvort það ætti að vera föstudagur eða laugardagur. Ekki heldur hver byði hverjum. Svo ráðleggingar eru vel þegnar.
  Hvaða kvöld sem er, mín kæra.

  SvaraEyða
 5. Ég hlakka rosalega mikið til að koma í næsta partý. Heyrði svo svakalega fallega sungið hérna í gegnum vegginn. Ætlar að stofna raunveruleikaþátt sem heitir:,, so you think you can sing'' og bjóða ykkur að taka þátt.
  Kveðja frá
  Heiðursgestinum.

  SvaraEyða
 6. Loksins eitthvað sem vit er í. Við mætum að sjálfsögðu í "Svo þú heldur þú getir sungið-þáttinn".
  Palli er reyndar laglaus, það er þess vegna sem hann syngur Megas svona vel. Við mætum samt.
  Og einu sinni heiðursgestur alltaf heiðursgestur:)

  SvaraEyða