15. ágúst.
Þrátt fyrir að vera einlægur aðdáandi Diddu, sem var frábær eins og alltaf, bar hún ekki myndina uppi ein og sér, og svo er ég auðvitað með ólæknandi fordóma þegar kemur að íslenskum bíómyndum.
Nú er samt spurning hvort borgarstjórar Reykjavíkur ættu ekki að fá lánað pappaspjaldið hennar Diddu með skökku stöfunum, og bæta við: "Kem trúlega ekki aftur. "
Eða þannig.
Annars ætlaði ég líka að gera nokkrar athugasemdir við áhugaverða grein sem birtist í slúðurfréttum eyjunnar í gær, um að til stæði að gera nýja Rocky Horror-mynd í óþökk Richard O’Brien.
Þetta eru náttúrlega helgispjöll.
Þessi mynd er "klassík" og nýir leikarar, að ekki sé talað um nýja tónlist, jaðrar við guðlast.
Myndin á að vera nákvæmlega eins og hún er af því hún getur ekki orðið betri.
Það var ekki að ástæðulausu að ákveðin kynslóð Íslendinga flykktist á miðnætursýningar í Nýja bíó í den, ýmist útúr stónd eða algerlega óedrú, og gekk af göflunum í hvert eitt sinn.
Myndin er "cult".
Ég hef tvisvar séð Rocky Horror á sviði í Englandi og þeirri upplifun verður ekki líkt við neitt. Í seinna skiptið fór ég með Önnu Lilju dóttur minni og manninum hennar (virðulegum stærðfræðingi) sem lét sig ekki muna um að fara í leðurpils og netsokkabuxur.
Allir voru í búningum og kunnu sýninguna í smáatriðum og svöruðu þegar við átti. Hámark gleðinnar var svo þegar Richard O'Brien birtist óvænt á sviðinu í lokin og fagnaðarlátum ætlaði aldrei að linna.
Ég bloggaði um þetta á sínum tíma á öðrum stað, en ætla að setja inn nokkrar myndir.
Stóra myndin er af dóttur minni og tengdasyni en hinar eru dæmi um átfittið á gestum sýningarinnar.
Svo vona ég að svona fáránlegar ídeur Sky Movies og MTV deyi drottni sínum.
Sakir plássleysis hefur mér verið komið fyrir á elliheimilinu og býst nú alveg eins við að ílendast þar. Ég meina, kannski hleypa þér mér ekki út aftur.
Svo er ég hvort sem er að leita að karli og hlýt að finna hér ríkan, sætan og senil kall í göngugrind:)
Ég giftist honum í snatri, ræski mig svo óvænt eitthvert kvöldið og honum bregður svo illa að hann dettur dojaður niður.
Eftir sit ég með rómansinn og auðæfin.
Ef einhver heldur að ég meini þetta er sá hinn sami ekki í lagi.
En fréttir munu berast ykkur frá Skagaströnd - og myndir að sjálfsögðu.
PS. Svo er ég að spá í hvort stjórnmálamenn í borginni séu kannski eftir allt saman geimverur.
Hehe, alltaf sama stuðið á Rocky Horror(þó þú hefðir nú getað fundið skárri mynd af mér).
SvaraEyðaEn skemmtu þér á Skagaströnd. Segðu mér svo bara hvenær jarðarför þessa nýja stjúppabba míns verður og ég mæti.