Ég sat í rólegheitum inni í herbergi áðan þegar ég heyrði skyndilega hávaða og fannst ég rétt sem snöggvast stödd í Hollywood árið '80.
Þegar ég kom fram í stofu var Danni búinn að stilla upp græjunum!!! og spilaði diskó í botni.
Ég (æpandi gegnum hávaðann): Hvað ertu að spila? Ég þoli ekki diskó.
D (æpandi enn hærra): Hvað meinarðu? Ég hélt þú elskaðir diskó. Sagðirðu það ekki um daginn?
Ég: Lækkaðu!!!!
D: Já, já. Slakaðu á. Vorum við ekki að tala um að við elskuðum hommatónlist? Þetta er hommatónlist.
Ég: Ég sagði vemmilega júróvisjóntónlist og íslenska slagara.
D: Úps. Og svo kemur Palli sonur þinn með Súkkat til að kóróna allt saman.
Ég: Við verðum að skipuleggja upp á nýtt.
D: Já. Verðum við ekki að hætta við að grilla? Það verður grenjandi rigning.
Ég: Jú, en hvað eigum við þá að hafa?
D: Veit ekki. Hvað ertu búin að bjóða mörgum?
Ég: Engum. Eða jú, kannski einum eða tveimur. En þú?
D: Tveimur. Þeir eru báðir uppteknir.
Ég: Bíddu, ætlarðu þá ekki að bjóða einhverjum öðrum?
D: Ég man ekki eftir fleirum. En þú. Ætlar þú ekki að bjóða fleirum?
Ég: Ég man heldur ekki eftir fleirum.
Þögn.
D: Við verðum þá bara fá.
Ég: Hm. Við verðum samt að taka til. Kannski munum við eftir fleirum á morgun.
D: Kannski. En við þurfum ekkert að taka til.
Ég: Hvað með að kaupa eitthvað. Snakk og dýfur?
D: Já. Eða segja fólki að koma með það.
Ég: Þetta stefnir í dj. gott partý.
D: Ekki spurning. Ég er að fara út að borða núna. Þú mátt nota græjurnar eins og þú vilt á meðan.
Ég: Takk.
Og set græjurnar í botn. Finn júróvisjónlög og gamla slagara. Dansa gjörsamlega kreisí. Hvað eins og þurfi eitthvert fólk...
Ég er samt viss um að þetta verður gott partý. Á morgun bjóðum við fullt af fólki.
... og það mun verða veislunni margtí ...
Bara að kvitta.
SvaraEyðaÉg les alltaf bloggið þitt.
Mér finnst þú frábær!
JHE
Æ, hvað þetta var fallegt. Kærar þakkir. Maður heldur nefnilega oft að enginn lesi bullið úr manni:)
SvaraEyða