þriðjudagur, 5. ágúst 2008

Hvar er minn "Big"?











5. ágúst.

Það er ekki eins og ekkert sé að gerast í lífi manns þó maður bloggi sjaldan.
Ég fór til dæmis í bíó í síðustu viku og sá Sex and the City.
Rosalegt hvað "Big" er sætur. Ég var eiginlega hálf domm og einmana þegar ég kom heim þó ég láti sem mér finnist rosalega kúl að vera svona "freelance" í karlamálum.
Kommúnusambýlið á Nesinu gengur vel og samleigjendurnir eru yndislegir. Donald, sem er breskur, sést lítið heima, og Anna María sem er að fara á Bifröst, er ótrúleg skotta. Alin upp í sveit og getur einhvernveginn reddað öllu.
Set inn nokkrar myndir af henni þegar hún braust inn eftir að hafa læst sig úti.
Svo keypti ég mér Júróvisjóndisk í vikunni og syng hástöfum með í bílnum.
"Diggi lo, Diggi ley, alla tittar på mig, där jag går i mina gyldna skor" ræð ég ágætlega við og finnst við hæfi. Það er á sænsku sem ég er fín í. Og eru ekki gylltir skór einmitt í tísku?
Það er verra með Ein Bichen Frieden og þýskuna. Þar minnir maður nú soldið á sjálfan sig í æsku þegar maður söng textana með Bítlalögunum á heldur einkennilegri ensku.
Eins og sjá má er mikið að gerast og ekki ástæða til að kvarta.
Vonandi fæ ég íbúð bráðum og mín eigin sængurföt, það er tilhökkunarefni.
Og Hinsegin dagar í uppsiglingu!!! Og menningarnótt!!!
Meira stuð, segi ég nú bara:)
































Engin ummæli:

Skrifa ummæli