fimmtudagur, 6. desember 2007

Má ég spurja aðra spurningu????!!!!!

Frábært klip hjá Örnu um Bjarna Ben. þegar hann var tekinn. Vekur samt athygli, ekki síst í ljósi nýrra Pisa-niðurstaðna, að kennslukonan, brosmild og ljúf segir "þeim langaði að .....
...og sú sem spyr mest segir: Má ég spurja aðra spurningu...
Æ.....

2 ummæli:

  1. Því miður er það svo að þágufallssýki hefur verið afsjúkdómsvædd og telst þessi ambaga því jafn rétthá í skólakerfinu núna.

    Það var gert um svipaðar mundir og málsgrein var breytt í setningu.

    SvaraEyða
  2. Magnað hvernig það virkar hérna á Íslandi að ef nógu margir segja vitleysuna nógu oft verður hún skyndilega rétt. Og þar sem við gefumst bara upp á að kenna ungviðinu almennilega íslensku og breytum bara orðabókinni þannig að þau skilji hana væri sennilega réttast að skipta út málfræði kennslu í grunnskólum fyrir slangur og nýyrða áfanga.. eða hvað ?

    SvaraEyða