sunnudagur, 4. maí 2008

Af Bondstúlku og kyntröllum




Í gær þegar ég var búin í sturtunni, búin að maka á mig kremi og var að æfa flamengo-hreyfingarnar við undirleik Presleys sá ég mér allt í einu bregða fyrir í svalaglugganum.
Ég gat ekki varist þeirri tilhugsun að ég minnti soldið á Bond-stúlku, þið munið þessar sem dansa í sílhúettu í byrjun myndanna.
Mig langaði bara svona að deila þessu með ykkur.
Ég klæddi mig upp í gær og sló í gegn. Ég fór í hvítan, útsaumaðan kyrtil, setti upp svarta derhúfu sem ég hafði keypt fyrir nokkrum dögum og er með demöntum framaná (kostaði 3 evrur) setti á mig svarta úrið sem er líka skreytt demöntum (5 evrur) og notaði litla svarta veskið sem ég keypti fyrir einhverja árshátíðina (með gylltri sylgju, smá stílbrot).
Við þetta fór ég svo í uppreimuðu, svörtu hermannastígvélin.
Ég vakti gríðarlega athygli og get sagt ykkur að ég dansaði senjóríturnar algjörlega undir borð. Þær hafa fitnað soldið senjóríturnar á Spáni, það á við í öllum aldursflokkum og maður sér þær varla öðruvísi en maulandi kartöfluflögur.


Og svo stelpur mínar heimtið þið sannanir og ekkert nema sannanir.
Ég sýni ykkur tvö tóndæmi úr Töfraflautunni.


Sá yngri, Jose, færir mér fyrsta almennilega kaffibollann á hverjum degi. Þó ekki í rúmið. Hann er Tamino, ungur og ákafur og gríðarlegur sjarmur.

Hinn er Miguel, listamaður og veitingahúsaeigandi, nýlega sextugur og algjört kyntröll. Hann er Zarastro, djúpur og þroskaður og unaðslegur daðrari.
Honum ætla ég að giftast fljótlega, kannski bara á næsta ári:)




2 ummæli:

  1. ÉG MYNDI SEGJA AÐ ÞAÐ VÆRI KOMINN TÍMI Á BLOGG.
    Kveðja, Kristín Anna.

    SvaraEyða