miðvikudagur, 2. apríl 2008

Cordoba, yndislega Cordoba
2. apríl.

Ætlaði að blogga heilan helling en er gjörsamlega búin eftir að hafa hlaupið um Cordoba þvera og endilanga í 30 stiga hita í tvo daga til að redda internettengingu. Blogga þess vegna á morgun en set inn myndir núna.
Cordoba er svo æðisleg að ég á ekki orð. Konan lengst til vinstri heitir Pilar og er sú sem ég leigi hjá. Yndisleg kona og okkur gengur ótrúlega vel að tala saman þrátt fyrir að hún tali ekki orð í ensku og ég ekki orð í spænsku.
Miðmyndin er gatan sem ég bý við og lengst til vinstri er gatan fyrir neðan. Stóðst ekki freistinguna að taka mynd af krökkunum sem voru svo hress. Annars er allur gamli bærinn svona, hvert undursamlega öngstrætið af öðru, og miðbærinn er dásamlegur. Meira á morgun.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli