sunnudagur, 20. apríl 2008

Sólin skín og skín og skín


Set hér inn nokkrar línur því ég þoli ekki villur í fyrirsögnum, en kemst ekki inn á bloggið mitt frá því í gær til að leiðrétta.

Vaknaði við kirkjuklukkur og fuglasöng í morgun og sólin skín og skín og skín eins og segir í kvæðinu.

Mynd sem átti að fylgja bloggi gærdagsins fer inn í dag.

Þegar ég leigði þessa aðstöðu hérna var lögð mikil áhersla á að þakið tilheyrði mér.

Ég skildi það þannig að ég hefði þar sólbaðsaðstöðu, en ekki að þakið kæmi niður í herbergi til mín í hvert skipti sem rignir:)
Við höfðum það fínt í rigningunni í gær við Alfonso og hann er ótrúlega happy að ég skuli vilja vera fósturmamma hans. Þegar ég sýndi honum myndir af "systkinunum" á Íslandi varð hann ægilega glaður og bað fyrir kveðju.
Annars er hann mexíkóskt einkabarn og mamma hans ætlar að heimsækja hann hingað í næstu viku.
Alfonso er hér í verkefni fyrir National Geography, en hann býr í London.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli