mánudagur, 14. apríl 2008

Fernando




14. apríl.


Það er gríðarlegt stuð að vera ég á Spáni. Eins og í gær þegar ég ætlaði að skila lyklinum að "páskadílnum" í Torremolinos. Þá kom í ljós að þó ég hafi gefið upp kortanúmer var ekkert tekið af kortinu. Það gera þeir þegar maður fer.


Ég er með fyrirframgreitt Visa (fyrir utan að vera eins og ég er í fjármálum) og nú kom í ljós að ég átti ekki fyrir gistingunni.


Ég hafði leyft mér allt mögulegt af því ég hélt að gistingin væri greidd, fékk mér alltaf bekk á ströndinni (fjórar evrur), tvisvar nudd hjá Kínverjunum sem hlaupa um alla sanda með spreyið sitt (30 evrur), keypti stuttbuxur, handklæði og tvö úr (margar evrur), fékk mér tapas, kaffi og ís þegar mig lysti (slatti af evrum) og svo framvegis.
Einn bekkjapassarinn var einstaklega elskulegur og vildi allt fyrir mig gera:
"Fjú pípol, you coll, mí bríng. Water, coffí, mí bríng." Svo fékk hann auðvitað tips fyrir það!
Og víkur nú sögunni að manninum í gestamóttökunni sem spurði hvað ég ætlaði að gera.
Það er þrennt sem maður gerir í svona aðstæðum.
1. Heldur kúlinu.
2. Dílar við starfsmann af gagnstæðu kyni, daðrar.
3. Er fyndinn.
Og Fernando féll fyrir þessu. Ég sagði honum að ég ætti trúlega fyrir gistingunni á morgun, ef ekki þá væri það uppvaskið og kartöfluskrælið.
Honum fannst aldeilis gráupplagt að bera allt dótið mitt upp aftur og sagðist endilega vilja hafa mig lengur og reyndar sem allra lengst. Tja...
Nema hvað, ég reyndi að hafa ekki áhyggjur af þessu, lagðist í sólböð og göngutúra og í morgun var ég aftur mætt með allt dótið handa Fernando til að geyma þangað til ég eignaðist pening síðar í dag.


Við spjölluðum lengi og honum fannst ég alltaf skrýtnari og skemmtilegri. Þegar ég loksins reiddi fram féð vildi hann endilega keyra mig til Malaga.
Sem hann og gerði.
Og af því ég lofaði aðdáendum mínum að segja frá öllum(!!!) Spánverjunum sem stráféllu fyrir mér segir ég þessa sögu hér.
Fernando gerði meira en að aka mér til Malaga, hann fór með mig í skemmtilega sýningarferð um strandbæina og ætlaði svo aldrei að vilja sleppa við járnbrautarstöðina.
Nú vill hann koma í heimsókn til Cordoba og sýna mér eitthvað fleira fallegt í nærliggjandi sveitum.
Hann er með e-mailið mitt og kannski fer ég með honum í bíltúr.
Það er hinsvegar tvennt sem mælir á móti Fernando:
a) Hann er með skrifstofuhendur.
b) Hann kemst ekki með tærnar þar sem músíkantinn minn og hugsanlegur elskhugi á Íslandi hefur hælana.
Set inn myndir af okkur Fernando.
PS. Er komin heim og þarf að beita ofurafli til að opna hurðina inn í herbergið, hún hefur heldur betur skekkst í rigningunni. Ljós punktur: Það mun ekki fara fram hjá mér ef einhver reynir að brjótast inn:)






2 ummæli:

  1. Já, nei takk. Má ég þá frekar biðja um Ingólfs Guðbrandssonar lúkk-alæk-ið í röndótta bolnum og rauða vestinu.
    PS. Það verður ves að bíta þennan af sér. Og aldrei er ofsögum sagt af sjarmatröllynjunni.
    Allra bestu kveðjur, hke

    SvaraEyða
  2. Og ekki syngja Fernando með Abba þótt líf þitt liggi við. hke

    SvaraEyða