Já, já, þá er maður farinn að pósa hálfnakinn í Spiderman-sundlaugum í útlöndum.
Það gekk stórslysalaust að blása laugina upp, þeir gerðu það á tíu mínútum á veitingastaðnum hans Miguel.
Það var hinsvegar doldið mál að fylla hana af vatni þó hún sé ekki mjög stór. Við Alfonso fórum með margar fötur upp marga stiga, en nú er líka allt annað að sóla sig á þakinu.
Ég er eftir mig eftir hátíðahöldin í gær, blómahátíðin mikla hófst með mikilli viðhöfn og tugir skreyttra vagna óku um göturnar fullar af fólki sem spilaði, dansaði flamengo og klappaði eins og Spánverjum einum er lagið.
Það var ekki leiðinlegt að vakna hér snemma á sunnudagsmorgni og taka þátt í gleðinni. Þegar vagnarnir fóru af stað upphófst mikill blómabardagi, kallaður Battles of the Flowers. Þeir sem sátu í vögnunum hentu blómum í fólkið sem safnaðist á götunum, sem lét svo ekki sitt eftir liggja í blómakastinu.
Margar af senjórítunum voru vel við aldur og máttu muna sinn fífil fegri, minntu jafnvel frekar á konur kenndar við annarskonar gleði en blómakast. Stríðsmálaðar í hitanum (farðinn var svona soldið hér og þar) stóðu þær glaðbeittar á vögnunum með sígarettur í öðru munnvikinu og fangið fullt af blómum, ólýsanlega flottar.
Svo tók við skemmtun á sviði og hátíðahöldin halda áfram allan maí.
Það hefur gengið erfiðlega að setja inn myndir, nú fæ ég ekki fleiri myndir inn svo ég ætla að prófa nýja færslu.
mánudagur, 28. apríl 2008
Sat sú gaml'upp á þaki og spilaði og söng...
Ritaði Edda Jóhannsdóttir kl. 10:13
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Mín bara plummar sig vel og ekki annað að sjá og heyra en vel gangi að komast inn ó dásamlegt spænskt mannlíf.
SvaraEyðaÉg mun verða á ferðinni þarna syðra að vanda 5-20 júní; hvar verður þú þá; enn í Corboda við Mef vorum að hugsa um að bregða okkur þangað í nokkra daga en hann var þar með Örnólfi fyrir tveimur þremur árum og var mjög hrifinn.
Passaðu þig á öllum sætu strákunum.
Þin Begga
Er það nokkuð eitthvað sem þú átt eftir að segja okkur varðandi Alfonso???
SvaraEyðaNei, nei, ástin mín. Alfonso er barn, þ.e. hann er 31 árs og við erum eins og mæðgin.
SvaraEyðaEngin leyndarmál varðandi Alfonso.
Ástarkveðjur.
Og Begga mín.
Ég verð farin héðan í júní en vonast til að koma aftur í september.
Knús.
Anna Lilja, þú lætur þetta ekki slá ryki í augun á þér. Og getur sem sagt byrjað að æfa þig í því að kalla hann pabba.
SvaraEyðahke